12 vínber

„Las doce uvas de la suerte“   hin 12 vínber hamingjunnar.

Siður sem Spánverjar tóku upp 1895, en varð ekki almennur fyrr en 1909, þegar vínbændur í nágrenni Alicante sem er í Valencia sýslu, á austurströnd Spánar komu saman til að ræða vandræði vegna met uppskeru á vínberjum það árið.

Seint í desember, 1909 sátu á barnum við Plaza Major á Alicante nokkrir stærstu vínbændur héraðsins og ræddu um vínberjauppskeru ársins, sem var sú mesta í sögu héraðsins.

-Það er augljóst að stór hluti uppskerunnar kemur til með að rotna nema við getum gert eitthvað til að fá fólk til að borða meira af vínberjum, sagði Ramón, eftir smá hik tók Ramón aftur til máls og sagði.

-Við höfum ekki ílát fyrir meira vín.

Mendez stór  vínræktandi  kinkaði kolli og dreypti á víninu. Hann horfði hugsi út um gluggann á barnum , eftir drykklanga stund segir hann.

-Getum við ekki notað þetta með vínberin sem þeir í Madrid voru að reyna að gera eitthvað úr ?

-Var það ekki fyrir 10 eða 15 árum árum segir Ramón. -Jú eitthvað svoleiðis segir Mendez.

Carlos sem hafði ekki sagt neitt, en hann var einn af stóru vínbændunum segir nú.

-Getum við ekki komið þeirri hefð á, að hver Spánverji borði 12 víber á miðnætti á gamlársdags, og fagni með því nýju ári.

-Stór snjallt segir Alverez, þegar klukkan á pósthúsinu á torgi sólarinnar slær 12 á miðnætti þá borði  landsmenn eitt vínber á sekúndu, það er eitt ber fyrir hvern slátt klukkunnar. Þessi siður gæti orðið til frambúðar og við skulum bara kalla hann,

„hin tólf vínber hamingjunnar“.

Þar með var það ákveðið á barnum á Plaza Major í Alicante, að þessi siður skyldi vera þjóðlegur siður á Spáni. Þetta gekk eftir því enn í dag háma Spánverjar í sig tólf vínber í takt við slátt pósthúsklukkunnar  á „Puerta del Sol „ í Madrid, á miðnætti 31, desember ár hvert.

Síðan 1962 hefur verið bein útsending í Spænska sjónvarpinu (TVE) frá þessum fagnaði nýs árs.

 

Síðar breiddist þessi siður til spænskumælandi landa í Suður Ameríku, Filipseyja og spænskumælandi í Bandaríkjunum.