Draumur-martröð

Örsaga

Á árunum milli sextugt og sjötugs tókst honum, að leggja fyrir fé til þess sem kallað er efri ár.

Það var um það leyti sem hann tók að dreyma um ferðalög til suðrænna landa.

Í svartasta skammdeginu sá hann fyrir sér sólríkar strendur og tæran sjó.

Unaðsdaga þar sem hann og konan sátu í volgum sandinum, og nutu guðaveiga í sólskyninu.

Þegar svo hann var hættur að vinna tóku þessir draumar að sækja, æ fastar á, svo heita má að ef hann svo mikið sem lyngdi augunum, var hann kominn í suðrænu sæluna í huganum.

Einn daginn vaknar hann af einum slíkun draumi og segir við konuma: ,,Eigum við ekki að fara suður  á bóginn, þú veist þar sem sólin skín og sjórinn er hlýr og tær ?”

,,NEI” af því bara.   

 

 

Þá varð draumurinn um sól og sælu að martröð.

Skotheld rök ekkert við því að gera.

 

Síðan hefur hann ekki þorað að vekja máls á svona voðaferðum í suðræna sælu.

Í hvert sinn sem honum er sagt frá einhverjum sem er að fara hvort sem það eru kunningjar eða ættingjar segir hann bara ,,gott hjá þeim” eða ,,gott hjá honum“.

Sama er þegar lesnar eru auglýsingar frá ferðaskrifstofum um dýrðlegar ferðir til suðlægari landa, segir hann bara ,,einmitt”.

 

Þá hefur þeirri hugmynd skotið upp kollinum hjá honum að vera bara ekkert að spá meira í voðaferðir til sælustranda.

 

Hugleiðingar sem einu sinni voru á þá leið að þegar hann hætti vinnu, þá skyldi ferðast og hafa það næs, voru bara hugleiðingar sem ekkert varð úr.

Kunningjar sem ætluðu svo sannarlega að ferðast eftir starfsæfi, fóru sumir hverjir ekki upp í flugvél heldur upp á skurðborð, eða bara í gröfina.

 

Þegar halla fer undan fæti og heilsan að bila þá verður ekkert farið.

Spurningin er þá, hvað leggja skuli á sig til að lifa?