Dannebrog

Dannebrog

Danir halda því fram að Danska flaggið sem þeir kalla Dannebrog sé elsti þjóðfáni heims. Einnig er sagt að Danska konungsdæmið sé elsta konungsdæmi heimsins.

Í byrjun 13. aldar þegar Danir tóku þátt í krossferðum var Dannebrog, einkenni Danskra krossfara þegar þeir fóru um hið helga land drepandi og rænandi, í nafni Jesú Krists og Guðs.

En sagan segir að Dannebrog hafi komið svífandi af himnum ofan þegar Valdemar konungur Dana sat um borgina Vilnius í Eistlandi, og var um það bil að tapa orrustunni um borgina.

Sem sagt fáninn kom svífandi af himnum ofan og lenti í höndum erkibiskups. Rödd af himnum sagði „reisið flagg þetta fyrir framan óvini ykkar og þeir munu gefast upp“  Þetta var 15. júní 1219. Erkibiskupinn sendi þegar í stað flaggið til Valdemars með þessum skilaboðum sem höfðu komið af himnum ofan.Valdemar tók fánann og veifaði fyrir framan her Eistlendinganna sem þegar í stað gáfust upp.

Upp frá þessu er 15.júní haldinn hátíðlegur sem fánadagur Danmerkur. Í almanökum er hann skráður Valdemarsdagur. Það sem vakti fyrir Valdemar í þessari Eistlandsferð var að kristna Eistlendinga. Hvort honum tókst það er frekar óljóst.

Flaggið var aðallega notað af Danska hernum og embættum, skipum og öðru sem var á vegum Dönsku konunganna.Það var ekki fyrr en í konungstíð Friðriks sjötta að sett voru lög um notkun fánans.

það var um 1834 sem lögin bönnuðu almenningi að nota flaggið. Þrátt fyrir það notuðu Danir þó flaggið við hátíðleg tækifæri.

Árið 1854 var svo almenningi leyft að nota flaggið við hátíðleg tækifæri.

Í dag nota Danir flaggið við öll möguleg tækifæri, það er almennt notað mjög mikið.

Önnur útgáfa er til af því hvernig Dannebrog kom til sögunnar, hún er eitthvað á þessa leið.

Þegar Valdemar réðst á Vilnius vörðust Eistlendingar af slíkri hörku að her Valdemars  réði ekki við heri Eista og voru um það bil að tapa orrustunni. Þá segir sagan að úr suðri hafi komið her sem hafði í fararbroddi fána sem var hvítur kross á rauðum feldi. Þarna segir sagan að hafi verið flokkur úr Skoskum her. Þessi Skoski her gekk til liðs við her Valdemars og höfðu þeir sigur yfir Eistlendingum.

Fyrsta merki (fáni )sem vitað er um að Danir hafi notað er eins og myndin hér að neðan sýnir, það er Hrafn á þríhyrndum rauðum fleti og blár kantur á tvo vegu. Hrafninn var tákn guðsins Odins, sem var æðstur guða á tímum víkinga.

Á öndverðri elleftu öld þegar Danskir víkingar herjuðu á England, varð þessi fáni tákn Danskra víkinga og um leið Dana. Árið 1060, þegar Knud konungur mikli leiddi danska herinn gegn Englendingum við Ashington, var þessi fáni gunnfáni Danska hersins.

Á kristnitökuárum Dana var fáninn með hrafninum lagður af og fáninn eins og kom af himnum ofan eða frá Skotlandi tekinn upp sem þjóðfáni Dana. Dannebrog = danskt klæði eða Dönsk drusla ???????? hver veit það svo sem.