70% eldri borgara með undir 300.000 krónum
70% eldri borgara með undir 300.000 krónum
69,4% fólks 67 ára og eldri voru með mánaðartekjur undir 300 þúsund krónum á síðasta skattári. Miðað er við samanlagðar tekjur að meðtöldum greiðslum frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef eingöngu er miðað við aðrar tekjur en greiðslur frá Tryggingastofnun höfðu tæp 76,.6% tekjur undir 300 þúsund krónum á mánuði.
Þetta kemur fram í svari félags- og húsnæðismálaráðherra við fyrirspurn frá Ernu Indriðadóttur um tekjur 67 ára og eldri. Svarið var birt á vef Alþingis í dag.