Borgir félagsmiðstöð Korpúlfa

 

 

Var að fá þær upplýsingar að sundleikfimistíminn á föstudögum hjá Korpúlfum hefur verið færður til kl. 15:00 alla föstudaga, var áður kl. 13:30 í Grafarvogssundlaug.

 
     Ennfremur minnum við á starfsskrána okkar allt komið á fullt skrið núna, allir velkomnir í skartgripagerðina með Sesselju sem er annan hvern mánudag í Borgum næst 5. feb. kl. 13:00,
Þá er Zumba með Thelmu kl. 17:00 á þriðjudögum og fer vel af stað, og glerlistanámskeið hefjast á ný í febrúar.
     
 
    Heimanámskennsla er alla þriðjudaga kl. 16:30 í Borgum og óskað er eftir fleirum Korpúlfum til að taka þátt, skráning í Borgum.  
 
Með ósk um gleðilega þorradaga til ykkar allra,
 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
_______________________________________________________________
Dagskrá einstakra daga er hér til hliðar. >>>>>>>>>>>>>

 

Korpúlfar eru styrktir af

 

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

Skildu eftir svar