Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa

 

 

 

 

 

SUMARDAGAR Í BORGUM.

Um leið og ég óska ykkur áframhaldandi gleðilegra sumardaga kæru Korpúlfar
langar mig að koma eftirfarandi skilaboðum til ykkar :

Minni á yndislegar helgistundir Grafarvogskirkju alla þriðjudaga kl. 10:30 í allt sumar í Borgum.

Gleðilegt að sjá mikla aukningu í gönguhópunum, gengið frá Borgum alla mánudaga miðvikudaga og föstudaga kl. 10:00.

Fleira fróðlegt og skemmtilegt auglýst nánar síðar s.s. 10 ágúst námskeið með Heiðu Ingólfsdóttir um kvíða á tímum heimsfaraldurs og fyrirlestur með Ingrid Kuhlman 26. ágúst.

Með sumarkveðju,

Birna.

Mín kæru,

Með gleði í hjarta er margt gleðilegt framundan hjá okkur í sumar :

 Fögnum því að Reykjavíkurborg mun bjóða upp á auka starfssemi og þjónustu í sumar.

 

  • Opnunartími mun ekki skerðast í Borgum í allt sumar, sami góði tíminn frá kl. 08:00 til 16:00 alla virka daga.
  • Boðið verður upp á sundleikfimi í Grafarvogssundlaug í allt sumar á sömu tímum og í starfsskrá Korpúlfa.
  • Boðið verður upp á sjúkraþjálfun í Borgum mánudaga kl. 9:30 endurgjaldslaust enginn skráning. Hefst 6. júlí
  • Hláturnámskeið með Þórdísi Sigurðardóttir verður annan hvern föstudag kl. 14:00 hefst 10. júlí, í Borgum aðgangur ókeypis og enginn skráning.
  • Gönguhópar virkir í allt sumar.
  • Kaffiveitingar í allt sumar.
  • Yrsa Ýr sumarstarfsmaður í Borgum mun veita allar nánari upplýsingar um sumarstarfið í Borgum.

Með hjartans ósk um gleðilega sumardaga til ykkar allra og frábært að láta sem flesta vita.

 

Birna og Yrsa Ýr.

Meðfylgjandi eru myndir sem Jóhann Þór Sigurbergsson tók á öskudeginum í Borgum með ósk um góða helgi.


 

 

 

  Vekjum athygli á aðstöðu fyrir allskonar sýningar í vinnustofu Korpúlfa  í Borgum og hvetjum fleiri til að setja upp sýningar af öllum toga.

Hannyrðir, ljósmyndun málun og fl.

Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa, þar sem gleðin býr.

 

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________

Korpúlfar eru styrktir af

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Sveinbjörn Bjarnason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

 

 

Skildu eftir svar