Borgir félagsmiðstöð Korpúlfa

Dagskrá KORPÚLFA 2018 – 2019

Þökkum gleðilega viku skemmtilegu Korpúlfar.

 

Grafarvogskirkjukórinn er að bjóða Korpúlfum afslátt af miðum á tónleika Jólin heima með Valdimar og Ásrún Evu á miðvikudagskvöldið 12.12  í Grafarvogskirkju, miðar á 2000.- hjá Birnu.

Vox Populi bíður Korpúlfum miða á sama verði við innganginn í Grafarvogskirkju en þeirra tónleikar verða 15. des. kl. 16:00

Yndislegt að finna þennan fallega jólaanda sendan  til okkar, við þökkum einnig öllum þeim sem hafa aðstoðað og lagt fram krafta sína til að gera aðventu Korpúlfa gleðilegi ríkari á margvíslegan hátt.

En margir góðir hlutir verða til hjá Korpúlfum eins og góðgerðastarfið PRJÓNAÐ TIL GÓÐS sem verður í vetur tvisvar í mánuði, þá er prjónað og gefið til líknarmála.

Til þess þarf prjónagarn sem við auglýsum hér með eftir, helst ullargarn og lopa, með fyrirfram þakklæti.

Birna og Jóhann formaður Korpúlfa.

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________
 

Korpúlfar eru styrktir af

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

Skildu eftir svar