Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa

Þetta er frábært framtak hjá okkar mönnum.

 

 

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar hefur blásið til sóknar í skákinni. Það verður boðið uppá netskákmót fyrir alla eldri borgara í Reykjavík nokkrum sinnum á viku á meðan á samkomubanninu stendur.

 

Hér eru skrefin sem þarf að fara í gegnum til þess að taka þátt (mjög einfalt):

  1. Búa til aðgang á www.chess.com (frítt)
  2. Gerast meðlimur í hópnum “Skákklúbbur eldri borgara”: https://www.chess.com/club/skakklubbur-eldri-borgara
  3. Skrá sig á mótin sem hægt er að gera allt að 60 mínútum áður en þau hefjast.
    Mótin verða einnig auglýst á forsíðu hópsins inná chess.comDagskrá þessa vikuna:

 

Gott er að klára fyrstu 2 skrefin sem fyrst. Mæli með að þið notið venjulega borðtölvu/fartölvu, chess.com appið virkar ekki í mótum.

 

 

 

Þess vegna fellur öll starfsemi í BORGUM niður um óákveðinn tíma.

 

Meðfylgjandi eru myndir sem Jóhann Þór Sigurbergsson tók á öskudeginum í Borgum með ósk um góða helgi.


 

  Vekjum athygli á aðstöðu fyrir allskonar sýningar í vinnustofu Korpúlfa  í Borgum og hvetjum fleiri til að setja upp sýningar af öllum toga.

Hannyrðir, ljósmyndun málun og fl.

Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa, þar sem gleðin býr.

 

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________

Korpúlfar eru styrktir af

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Sveinbjörn Bjarnason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

 

 

Skildu eftir svar