Borgir félagsmiðstöð Korpúlfa

Kæru Korpúlfar

Viðburðarík vika að baki, vel heppnuð Vestmannaeyjaferð, stórskemmtilegt 20 ára afmælispúttmót og Grafarvogsdagurinn gekk ljómandi vel með sölu og handverksýningu Korpúlfa og pönnukökukaffi.

Þökkum öllum þeim sem tóku þátt í að skipuleggja, vinna og undibúa á margvíslegan hátt og fjölmörgum  þátttakendum.

Við minnum einnig á hugmyndakassa Korpúlfa sem liggur frammi í Borgum, því fljótlega fer af stað undirbúningur að nýrri starfsskrá Korpúlfa 2018 til 2019.

En margir góðir hlutir verða til hjá Korpúlfum eins og góðgerðastarfið PRJÓNAÐ TIL GÓÐS sem verður í vetur tvisvar í mánuði, þá er prjónað og gefið til líknarmála.

Til þess þarf prjónagarn sem við auglýsum hér með eftir, helst ullargarn og lopa, með fyrirfram þakklæti.

Gönguhópur Korpúlfa kom með þá góðu hugmynd í morgun að hafa GARÐDAG í Borgum, mánudaginn 11. Júní kl. 13:00  þar sem tekið verður til hendinni og boðið verður upp á kaffi og köku á eftir, allir velkomnir.

Á föstudaginn 8. Júní kl. 13:00  ítrekum við ferðafund með Jónasi Þór fararstjóra vegna Kanadaferðar, mikilvægt að allir þátttakendur mæti og  hafi vegabréfin sín meðferðis.

Að lokum minnum við á opna húsið í Borgum alla miðvikudaga í sumar, félagsvist, hannyrðir og gleðileg samvera.

Sendu sól í hjarta til ykkar allra,

Birna og Jóhann formaður Korpúlfa.

 

 

Höfum gaman gleðjumst saman í sumar. 

Með ósk um gleðilega vordaga

Birna og Jóhann.  

 

Minnum á nýjan tíma í sundleikfimi á föstudögum hjá Korpúlfum hefur verið færður til kl. 15:00 alla föstudaga, var áður kl. 13:30.

 
 
 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________
 

Korpúlfar eru styrktir af

 

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

Skildu eftir svar