Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa

 

            Með sólinni vakna hugmyndir og því er stefnt á :

 

·   Garðdag, hreinsunardag  í Borgum fimmtudaginn 13. júní frá kl. 09:00  gerum fínt kringum Borgina okkar, og síðan verður boðið upp á eitthvað gott á grillið á eftir kl. 11:30  í umsjón Baldurs. Margar hendur vinna létt verk.  

 

·   Skráning liggur frammi í sumarferðina um Grafarvog, þriðjudaginn 18.júní  Emil Örn leiðsögumaður mun skemmta með bráðfyndnum sögum og forvitnilegum fróðleik um Grafarvog.

Þar sem stærri rúta fékkst í verkefnið, eru örfá sæti laus.

Þátttökugjald 2.000.- greiðist inn á reikn. Korpúlfa.  Innifalið rútuferð, leiðsögn, heimsókn í Landsnet, sumarkaffi  og meðlæti í Borgum á eftir.  

·       Vekjum athygli á samsýningu á listmálun Korpúlfa  í Borgum og hvetjum fleiri til að setja upp listasýningar af öllum toga.

Neðangreind sýning er núna í gangi.

·  Þökkum góða þátttöku á opnum húsum á miðvikudögum í Borgum sem verður í allt sumar frá 13:00 til 16:00,  félagsvist, hannyrðir, spjall, kaffi á könnunni og gleðileg samvera.

Með sólarkveðju úr Borgum,

Jóhann og Birna.                          

————————————————————-

Halló KORPÚLFAR og aðrir áhugasamir.
Hér er dagskrá fyrir lausa daga í vinnustofu KORPÚLFA í Borgum til sýningarhalds.
Mjög góð aðstaða og góður opnunartími.

    

Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa, þar sem gleðin býr.

 

 

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________
 

 

Korpúlfar eru styrktir af

 

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

 

Skildu eftir svar