Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa

Tilkynningar frá Birnu.

26.2.2021

Elskulegu Korpúlfar

Við gleðjumst yfir nýjum fjöldatakmörkunum og því hefur opnast fyrir nýjum möguleikum í félagsstarfinu sjá eftirfarndi :

 1. Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll mun hefjast á ný þriðjudaginn 2. mars kl. 11:00 verður einu sinni í viku fram á vor með Margréti Eiríksdóttir sem leiðbeinanda.
 1. Þá kynnum við nýtt félagsstarf PÍLUKAST sem verður vikulega á miðvikudögum kl. 10:00 í Borgum og hefur farið vel af stað.
 1. Listmálun Korpúlfa þriðjudaga kl. 09:00  hefur fengið nýjan leiðbeinanda Pétur Halldórsson sem lofar góðu og margir efnilegir spreyta sig nú í málaralist.
 1. Bókmenntahópur Korpúlfa fór vel af stað s.l. fimmtudag kl. 13:00  og verður aftur í mars, nánar auglýst síðar.
 1. Nú geta fleiri notið þess að vera með í dansgleði alla mánudaga kl. 14:00 línudans og aðra hverja viku í dansleikfimi kl. 11:00 mánudaga og kl. 10:00 föstudaga í Borgum.

 

En mikilvægt að gleyma sér ekki í gleðinni og gæta vel að öllum sóttvörnum, grímuskyldu og 2 metra fjarlægð milli ótengdra einstaklinga.

Við gerum þetta saman með varkárni.

 

Með góðum óskum úr Borgum með  yndislegri vísu eftir K.H.

————————————————————————————————-

 

Við höldum áfram baráttunni saman og gleðjumst nú yfir að  styttist í  bólusetningu.

Áfram takmarkast allt starfið hjá okkur við 20 manna hóp, því er nauðsynlegt að skrá sig til þátttöku á námskeið.

Við reynum síðan allt sem við getum til að bæta við námskeið svo ekki myndist biðlistar og yndislegt að upplifa hvað þið skiptist á

að deila þátttöku ykkar.   Takk fyrir alla biðlundina, hjálpsemina og þolinmæði þegar orðið hafa til biðtímar í Borgum.

Menningarnefnd Korpúlfa hefur ákveðið að fara af stað með  bókmenntaklúbbinn  og fyrsta bókin sem tekin verður fyrir er Sagnaseiður eftir Sally Magnusson  sem fjallar um sögulegan grunn Tyrkjaránsins 1627 og örlög prestfrúarinnar Ástu Þorsteinsdóttir.

Leshópurinn mun hittast í Borgum kl. 13:00 fimmtudaginn 25. febrúar og allir hjartanlega velkomnir, einnig þeir sem ekki hafa lesið bókina en

þátttökuskráning liggur frammi í Borgum  og einnig er skráning hjá menningarnefndinni. Á fundinum verður síðan ákveðið í sameinginu hvað bók tekin verður fyrir næst.

Þau námskeið sem farin eru af stað ganga vel og góð aðsókn, þá er verið að leita að nýjum leiðbeinanda í listmálun í Borgum og í framhaldi mun listmálun hefjast.

Með góðum óskum til ykkar allra,

Birna í Borgum.

————————————————————————————————-

 

Kæru Korpúlfar

Frá og með mánudeginum 18. janúar hefst á ný hádegisverður í Borgum og kaffiveitingar,  þó með vissum skilyrðum :

 • 20 manns, grímuskylda og tveggja metra regla.

Félagsstarfið mun síðan fara af stað hægt og rólega,

nema spilamennska þurfum að bíða með hana.

 • Vegna hámarks 20 manns í rými þarf að vera fyrirfram skráning í allt félagsstarf og veitingar.
 1. Skráning í  mat og kaffiveitingar í síma 5177056 og um leið er gefin upp ákveðinn mætingartími.
 2. Skráning í félagsstarf í gegnum netpóstinn, birna.robertsdottir@reykjavik.is og skráningareyðublöð liggja frammi í Borgum.
 3. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum hefst næsta fimmtudag 21. janúar kl. 13:00
 4. Dansleikfimi með Auði Hörpu hefst mánudaginn 25. janúar kl. 11:00 í Borgum
 5. Keila í Egilshöll hefst miðvikudaginn 20. janúar kl. 10:00
 6. Boccia hefst þriðjudaginn 19. jan. kl. 10:00
 7. Sundleikfimi og gönguhópar eru í gangi.

 

Elskulegu Korpúlfar

Við förum hægt og rólega af  stað með félagsstarfið okkar hér í Borgum og allt gengur að óskum.

Þökkum innilega fyrir þá samstöðu sem við finnum afar vel.

Á morgun 27. jan.  kl. 13:00 í Borgum ætlum við að sýna heimildarmynd Ingrid Kuhlman Leitin að hamingjunni.

Ef þátttaka verður fleiri en 20 verður hópnum skipt í tvennt.

Á mánudaginn 1. feb kl. 11:00 hefst hreyfiþjálfun frá Hæfi með Elsu, sem vinsæl var í sumar, verður annan hvern mánudag fram á vor í Borgum. Þátttökuskráning liggur frammi, einnig skráning í gegnum tölvupóst birna.robertsdottir@reykjavik.is eða síma.

Þann sama dag 1. feb. kl. 09:00 í Borgum hefst á ný hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu Friðbertsdóttir.

Þá mun glerlistanámskeið með Fríðu hefjast 3. feb. kl. 09:00 í Borgum ef næg þátttaka fæst, lágmark 6 og hámark 10. Þátttökuskráning liggur frammi í Borgum, einnig skráning í gegnum tölvupóst birna.robertsdottir@reykjavik.is eða síma.

Tréútskurður, Boccia, Keila, ganga, dansleikfimin, sundleikfimin, helgistundir og hannyrðahópurinn hefur gengið vel.

Við fögnum því að hittast á ný en virðum sóttvarnareglur, handþvott, sprittun, þátttökuskráningu og fjarlægðarmörk ásamt grímuskyldu.

Með hjartans ósk um allt hið besta og hlýjum kveðjum úr Borgum,

Birna.

Kæru Korpúlfar

Sendi ykkur öllum hjartans ósk um heillaríkt nýtt ár 2021 með góðri heilsu og gæfu til þín og þinna.

Þakka fyrir dýrmætt samstarf og góðar stundir á liðnum árum.

Með hækkandi sól fer vonandi að færast meira líf og gleði í Borgina okkar,

en bendi á að sundleikfimin er hafin í Grafarvogssundlaug, tvisvar í viku samkvæmt starfsskrá.

Ef gefið gæti ég hvað sem er,

þá ég myndi gefa þér.

Gleði, visku, von og trú,

og hamingjuna fengir þú.

Með kærleiks og saknaðarkveðju frá okkur í Borgum,

Birna.

Elskulegu Korpúlfar
Sendum hlýjar aðventukveðjur með ósk um að þið farið vel með ykkur
og vonandi getið þið notið útiveru eða hreyfingar á hverjum degi, morgunleikfimin á RUV kl. 9:45 á morgnanna er alltaf mjög góð.
Bakland okkar er mismunandi og því erum við afar þakklát fyrir að þið gætið hvert að öðru með símhringingum.
Við höfum notið jólaskreytinga og tónlistar hér í Borgum í desember og hugsað til ykkar allra með söknuði.
En alltaf er eitthvað að gleðjast yfir og því deili ég með ykkur eftirfarandi gleðifréttum :
1. Gönguhópur Korpúlfa hefur tekið í notkun merkt gönguvesti þannig tryggjum við að þau sjást vel í myrkrinu.
2. Sunna okkar Dögg fékk hvatningarverðlaun ÖBÍ á dögunum og við fögnuðum.
3. Í anda aðventunnar hefur ljóðið Einræður, starkaður eftir Einar Benediktsson verið sett upp af heiðursmönnum í Borgum
en það á örugglega eftir að ylja okkar hjartarótum um ókomin ár með sínum fallega boðskap.
Þökkum þeim sem komu að verkefnunum.
Sendum hlýjar aðventukveðjur með eftirfarandi myndum,
Birna.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 
Sóttvarnir sem í fjölmiðlum voru kynntar fyrir næstu 2 til 3 vikur skili tilætluðum árangri svo líf og störf komist í eðlilegt horf á ný.

Grímuskylda í Borgum hefur gengið vel og að virða 2 metra regluna og 10 manna hópatakmarkanir sem sannarlega sýnir  vel samstöðu okkar.

Minnum ykkur á að fara varlega og sendum kærleikskveðju,

Stórt faðmlag frá okkur, stelpurnar í Borgum, þar sem gleðin býr.

Ef það er eitthvað sem ykkur vanhagar um er velkomið að hringja í síma :

 

 

Eldhússími : 517-7056

Birna sími : 662-5058

Hópastarfsemi leggst af en félagsmiðstöðvar enn opnar.

Öll skipulögð hópastarfsemi í félagsmiðstöðvum fyrir eldri borgara leggst af vegna hertra samkomutakmarkana en þó hefur verið ákveðið að hafa félagsmiðstöðvarnar áfram opnar svo fólk geti komið þangað og fengið sér kaffi. Þar verður grímuskylda og tveggja metra fjarlægð milli fólks. 

Regína Ásvaldsdóttir,

sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar segir að vegna nýju takmarkananna verði boðið upp á heimsendingar á mat fyrir eldri borgara í auknum mæli, enda verði hætt að bjóða upp á mat í þjónustuíbúðakjörnum og í félagsmiðstöðvum eins og verið hefur. 

 

Hér er tengill á þáttinn “Lífið er lag” þar sem fjallað er m.a um starf KORPÚLFA og félagsheimilið okkar BORGIR

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/lífið-er-lag/29-september/

 

 Vekjum athygli á aðstöðu fyrir allskonar sýningar í vinnustofu Korpúlfa  í Borgum og hvetjum fleiri til að setja upp sýningar af öllum toga.

Hannyrðir, ljósmyndun málun og fl.

Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa, þar sem gleðin býr.

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 12:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat sem allra fyrst ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________

Korpúlfar eru styrktir af

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Sveinbjörn Bjarnason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

 

 

Skildu eftir svar