Borgir félagsmiðstöð Korpúlfa

Heil og sæl kæru Korpúlfar.

 Vegna veðurs þarf því miður að fresta Vestmannaeyjaferðinni til mánudagsins 28. maí 2018. Allt annað skipulag ferðarinnar breytist ekki og lagt af stað frá Borgum á sama tíma stundvíslega kl. 07:15.  

Ferðanefndin hefur tekið frá borð fyrir hópinn á Tanganum í Vestmannaeyjum kl. 17:00 áður en lagt verður af stað heim með Herjólfi. Matseðillinn með 5 möguleikum fylgir hér með, gott að skoða og láta vita ef þið hafið ákveðið ykkur.  Um leið óskum við öllum góðrar ferðar til Vestmannaeyja.

Hér kemur hópseðillinn

Valmöguleiki 1
BB King borgari með beikoni, lauk, klettakáli og hvítlaukssósu borinn
fram með krullufrönskum og kokteilsósu  2.390 kr

Valmöguleiki 2
Vinsælasti rétturinn okkar er Hrefnusteikin
Hrefnan er látin meyrna í nokkra daga í marineringu og er borin fram með
fersku salati, bakaðri kartöflu og Bernaisesósu 3.390 kr

Valmöguleiki 3
Fiskur dagsins Þjónarnir upplýsa þig um veiði dagsins & hvernig hún er
borin fram 2.890 kr.

Valmöguleiki 4
Grísasnitsel smjörsteikt í parmesan & oregano raspi.  Borið fram með
smjörsteiktu rósmarín kartöflusmælki, pönnusteiktu grænmeti &
rababarasósu 3.390 kr

Valmöguleiki 5
Súpa & Salatbar
3 tegundir af súpum (laktósa og glútein fríar). Salatbarinn inniheldur
grænmeti, ávexti, egg, 2 teg. pasta, núðlur, súrdeigsbrauð, rautt &
grænt pestó, 4 tegundir af smjöri, býrð til þína eigin vefju
(Tortilla+Hakk+salatbar)  verð 1.990 kr.

Hugleiðsla og létt yoga með Ingibjörgu Friðbertsd. verður út maí á mánudögum og föstudögum kl. 09:00 í Borgum og vegna forfalla eru fleiri velkomnir í hópinn.

Vestmannaeyjaferð ferðanefndar Korpúlfa  28. maí , þátttakendalisti liggur frammi í Borgum, nokkur sæti laus, hafið samband við Birnu.

Menningarnefnd Korpúlfa veitir nánari upplýsingar um Óperubíóið sem er nýtt á starfsskrá Korpúlfa og fengið góðar viðtökur. Þátttakendalisti liggur frammi í Borgum.

Höfum gaman gleðjumst saman í sumar. 

    Mikil gróska í útgáfustarfsemi félagsins því í komin er út  bókin RADDIR DAGANNA afrakstur námskeiðs Kristjáns Hreinssonar í ljóðagerð þar sem 20 Korpúlfar leggja til ljóð í bókina sem kostar 1.500.-

 

Með ósk um gleðilega vordaga

Birna og Jóhann.  

 

Minnum á nýjan tíma í sundleikfimi á föstudögum hjá Korpúlfum hefur verið færður til kl. 15:00 alla föstudaga, var áður kl. 13:30.

 
 
 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________
 

Korpúlfar eru styrktir af

 

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

Skildu eftir svar