Borgir félagsmiðstöð Korpúlfa

 

Þökkum góða febrúardaga,

Yfir 100 Korpúlfar skemmtu sér vel á glæsilegu Þorrablóti,  þá tóku Korpúlfar þátt í vetrarhátíð Reykjavíkurborgar með frábærum tónlistaratriðum í Grafarvogssundlaug á laugardagskvöldið,  30 Korpúlfar bættu við tölvukunnáttu sína í samstarfi við nemendur  Borgarholtsskóla og fleira skemmtilegt hefur verið í gangi.

 

Næsta miðvikudag 20. feb. ætlum við síðan að kveðja Þorra og fagna Góu með gleðiríkum hópsöng í Borgum kl. 13:00 undir stjórn Jóhanns Helgasonar.

 

Þá er hámarksþátttöku náð á Draumanámskeiðið með sr. Örnu Ýrr sem hefst næsta  fimmtudag 21. feb. kl. 10:00í Borgum.

 

Kl. 12:45 sama dag 21. feb. er öllum boðið á gítartónleika Hannesar Guðrúnarsonar í Borgum, sem bera yfirskriftina Lög liðinna tíma, innihalda íslenska og erlend lög sem hljóma kunnuglega í eyrum flestra.

 

Þá vonumst við til að flestir séu komnir með bréf um aðalfundarboðið og viljum þakka öllum þeim sem aðstoðuðu við að póstleggja bréfin og bera þau út    mögnuðu Korpúlfar.  

 

 

Með hjartans kveðju til ykkar allra,

 

Jóhann og Birna.

 

  Menningarnefndin hefur pantað 60 miða á 6 til 8 bekk  laugardaginn 2. mars að sjá Einræðisherrann í Þjóðleikhúsinu kl. 19:30, þátttökuskráning liggur frammi í Borgum. 
Greiða þarf fyrir 15. febrúar á bankareikn. Korpúlfa 0324-13-0920 kt. 601101-2460  verð á miða er 5.500.00.

 Rúta fer frá Borgum kl. 18:45 í boði Reykjavíkurborgar.

   Þá viljum við þakka góða skráningu á Bridge námskeið fyrir Korpúlfa sem verið er að athuga með og því nánari upplýsingar.

          Gleðjumst saman og höfum gaman   

                        Jóhann og Birna.

Dagskrá KORPÚLFA 2018 – 2019

 

 

En margir góðir hlutir verða til hjá Korpúlfum eins og góðgerðastarfið PRJÓNAÐ TIL GÓÐS sem verður í vetur tvisvar í mánuði, þá er prjónað og gefið til líknarmála.

Til þess þarf prjónagarn sem við auglýsum hér með eftir, helst ullargarn og lopa, með fyrirfram þakklæti.

Birna og Jóhann formaður Korpúlfa.

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 16:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat fyrir kl. 09:00 ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________
 

Korpúlfar eru styrktir af

 

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Jóhann Helgason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

Skildu eftir svar