Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa

Kæru Korpúlfar !

 

Það er vissulega áhyggjuefni að smitum fjölgar í samfélaginu en velferðasvið er með þá stefnu að reyna allt sem hægt er til að halda úti félagsstarfi og allri lífsnauðsynlegri þjónustu í félagsmiðstöðvum Reykjavíkurborgar.

Við teljum að með fjöldatakmörkunum, grímunotkun og 2 metra reglu sé hægt að tryggja sóttvarnir, og vekjum athygli á eftirfarandi :

    • Grímuskyldu, virðum fjarlægðarmörk, 20 manns í hverju rými, sprittum vel hendur, skráning fer fram í hádegisverð og kaffi, gestum úthlutaður tími í mat og kaffi, þannig getum við tryggt sóttvarnir.

 

  • Við viljum reyna að halda úti félagsstarfi, en þó hafa eftirfarandi leiðbeinendur haft samband og óskað eftir að fresta námskeiðum sínum.


1. Hugleiðsla og létt yoga í óákveðinn tíma.
2. Harmonikkuball með afa og ömmu frestast til 9. nóv.
3. Tréútskurður á Korpúlfsstöðum tekur hlé í óákveðinn tíma.
4. Kóræfingar bíða.
5. Línudans tekur hlé
6. Helgistundir og guðþjónustur Grafarvogskirkju falla niður í október.

Leikfimishópur Korpúlfa í Egilshöll hefur tekið hlé frá æfingum

Sundleikfimin fellur niður því sundlaugum hefur verið lokað.

Kvikmyndasýningar Ísidórs frestað um óákveðinn tíma.

Hópsöngur með Jóhanni Helgasyni sem vera átti 21. október fellur niður og verður vonandi 18. nóvember.

Qigong með Þóru frestast í óákveðinn tíma.

Skákhópur Korpúlfa tekur frí í 2 vikur.

 Vestfjarðardagur sem vera átti 14. okt. bíður betri tíma.

Skrautskriftarnámskeið með Þorvaldi frestast og verður auglýst nánar síðar.

Félagsvist og Bridge bíður áfram.

 

Höfum að leiðarljósi að taka hlýlega á móti öllum sem koma í Borgir og opnunartími er óbreyttur.

Við hvetjum ykkur yndislegu félagar að fara vel með ykkur, sýna tillitsemi og halda í jákvæðnina.

Þökkum góðar undirtektir við að hjálpast öll að, saman komumst við í gegnum þessa óvenjulega tíma.

Kærleikskveðja úr Borgum,

Birna.

 

 

 

TILKYNNING FRÁ VELFERÐARSVIÐI REYKJAVÍKURBORGAR.

Neyðarstjórn velferðasviðs hefur fundað,  til að bregðast við hertum aðgerðum í baráttunni við Covid.
Við höfum það að leiðarljósi að skerða þjónustu sem minnst en jafnframt fara að lögum og gæta sóttvarna.

Breytingarnar verða eftrifarandi:

1) Félagsstarf verður ekki skert en vegna fjöldatakmarkana verður að skrá sig fyrirfram á viðburði til þess að tryggja 20 manns í rými og 2 metra regluna. Jafnframt þarf að skrá sig fyrirfram í mat og matargestir fá úthlutað ákveðið tímahólf til þess að borða.

2) Mötuneytið á Vitatorgi veitir áfram þjónustu við íbúa í húsinu en lokað verður fyrir aðra. Þeir sem búa úti í bæ og hafa nýtt sér matarþjónustuna þar geta sótt um heimsendan mat með því að hringja í síma 4119450 eða senda pöntun á netfangið maturinnheim@reykjavik.is.

3) Gerð verður ríkari hlífðargrímuskylda á félagsmiðstöðvunum.

4) Heimsóknir til íbúa í þjónustuíbúðum eru eins og verið hefur,áfram gætt að sóttvörnum og þess gætt að gestir beri grímu þegar þeir koma í heimsókn.

5) Heimaþjónusta og heimahjúkrun verður óbreytt.

6) Dagdvalir geta eingöngu tekið við 20 manns í einu. Velferðasvið rekur eina á Vitatorgi og eina almenna, Þorrasel á Vesturgötu.

7) Hjúkrunarheimili hafa þegar aukið takmarkanir vegna gesta og það tekur ekki frekari breytingum.

 

 

 

Hér er tengill á þáttinn “Lífið er lag” þar sem fjallað er m.a um starf KORPÚLFA og félagsheimilið okkar BORGIR

https://hringbraut.frettabladid.is/sjonvarp/lífið-er-lag/29-september/

 

 

 Vekjum athygli á aðstöðu fyrir allskonar sýningar í vinnustofu Korpúlfa  í Borgum og hvetjum fleiri til að setja upp sýningar af öllum toga.

Hannyrðir, ljósmyndun málun og fl.

Borgir félagsmiðstöð Reykjavíkurborgar og Korpúlfa, þar sem gleðin býr.

 

Félagsmiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 08:00 til 16:00.

Hádegisverður alla virka daga frá kl.11:30 til 12:30.

Panta þarf hádegisverð fyrir kl 12:00 deginum áður í síma 517-7056.

Afpanta þarf mat sem allra fyrst ef breytingar verða.

 Matseðill er hér og liggur einnig frammi í Borgum.

Kaffiveitingar alla virka daga frá kl. 14:30 til 15:30.
________________________________________________________

Korpúlfar eru styrktir af

Stjórn Korpúlfa þakkar innilega fyrir þau frábæru viðbrögð sem félagsmenn hafa sýnt styrktarsjóð Korpúlfa (reikn 0331-26-001833 kt.601101-2460 ) með frjálsum framlögum. Ómetanlegt að finna þá virðingu sem samtökunum eru sýnd á þann hátt sem og með því óeigingjarna sjálfboðaliðastarfi sem félagsmenn leggjast á eitt við að sinna af einstökum áhuga. 

Birna Róbertsdóttir verkefnastjóri í Borgum og
Sveinbjörn Bjarnason formaður Korpúlfa. 😆 

Tölvupóstur til stjórnar Korpúlfa er:
korpulfar.stjorn@gmail.com

 

 

Skildu eftir svar